Helstu hlutabréfavísitölu Bandaríkjanna hafa hækkað um 0,4%-2,2% í viðskiptum dagsins og Bandaríkjadollarinn hefur styrkst eftir að ný gögn gáfu frekar til kynnar að verðbólguþrýstingur fari minnkandi. Auknar væntingar eru um að Seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að hækka stýrivexti jafnmikið og áður var talið.

Í dag birtust nýjar tölur fyrir vísitölu framleiðsluverðs en hún hækkaði um 0,2% á milli september og októbermánaða. Hagfræðingar í könnun Bloomberg áttu von á að vísitalan myndi hækka um 0,4%. Árshækkun vísitölunnar mælist nú 8,0% samanborið við 8,5% í september.

„Þessar tölur eru frekari staðfesting á að verðbólgan hafi toppað í bili, en við höfum séð merki um það í nokkra mánuði,“ hefur Financial Times eftir forstöðumaður fjárfestinga hjá Bleakley Financial Group.

Fimmtudagurinn síðasti var besti dagurinn á bandaríska hlutabréfamarkaðurinn í tvö ár en sama dag birtust nýjar verðbólgutölur. Verðbólga í Bandaríkjunum hjaðnaði úr 8,2% í 7,7% á milli mánaða.

Eftir hækkunina í dag hefur S&P 500 vísitalan nú hækkað um nærri 12% frá byrjun síðustu viku.

Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna í dag:

  • S&P 500: +1,4%
  • Nasdaq Composite: +2,2%
  • Dow Jones Industrial Average: +0,4%