Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæplega 0,8% í fyrstu viðskiptum í dag eftir að hafa fallið um 2,6% síðustu tvo daga. Tólf félög aðalmarkaðarins hafa hækkað í viðskiptum dagsins.
Sennilegt er að frestun vinnustöðvunar og ný miðlunartillaga í kjaradeilum SA og Eflingar séu meðal skýringa fyrir hækkunum.
Icelandair leiðir hækkanir en flugfélagið hefur hækkað um 3,5% í 350 milljóna veltu. Gengi flugfélagsins stendur í 2,05 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð.
Fimm önnur félög hafa hækkað um meira en 1%, þar á meðal Marel. Þá hefur gengi VÍS hækkað um 2,6% í 170 milljóna veltu og stendur nú í 19,8 krónum.