Gengi hlutabréfa Arion hækkuðu um 1,17% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag og nam velta með bréf bankans 217 milljónir króna. Gengi bréfanna er nú 129,5 krónur á hvern hlut.

Gengi Kviku hækkaði um 1,47% í 131 milljón króna veltu. Gengi bankans stendur í kjölfarið 17,25 krónum á hvern hlut.

Hampiðjan lækkaði um 0,78% í dag en félagið hefur verið á aðalmarkaði Nasdaq í rúmlega eina og hálfa viku en lítil breyting hefur orðið á hlutabréfaverði félagsins á þeim tíma.

Íslandsbanki hækkaði um 0,44%, Síminn um 1,00%, Vís um 1,16% og Ölgerðin um 0,40%. Úrvalsvísitalan hækkaði einnig um 0,40% og er stendur hún nú í 2.293 stigum.