Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,2% í ríflega milljarðs króna veltu það sem af er degi. Það skýrist einkum af 2,7% hækkun á hlutabréfaverði Marels sem stendur nú í 497 krónum á hlut.
Auk Marels hafa hlutabréf Icelandair og Alvotech hækkað um meira en 3%. Gengi Icelandair er komið yfir 1,7 krónur á hlut eftir 6% hækkun á nýju ári. Hlutabréfaverð Alvotech stendur í 1.535 krónum eftir 4,4% hækkun í 67 milljóna veltu það sem af er degi.
Mesta veltan er með hlutabréf Brims eða um 200 milljónir króna en gengi útgerðarfélagsins hefur fallið um hálft prósent og stendur nú í 90 krónum á hlut.
Á First North-markaðnum hefur verið 40 milljóna króna velta með hlutabréf auðlindafélagsins Amaroq sem hafa hækkað um 1,9%. Gengi Amaroq stendur nú í 80,5 krónum. Gengi Play hefur einnig hækkað um 2,3% í 7 milljóna veltu.