Í nýjustu uppgjörum hjá bæði Högum og Festi má sjá að framlegðarhlutfall félaganna er að lækka. Í fjárfestakynningum félaganna segir jafnframt að verðhækkanir hjá birgjum og hækkanir á hrávöru-, flutnings- og dreifingarkostnaði hafi sett nokkurn þrýsting á framlegð félaganna að undanförnu.
„Uppgjör Haga á síðustu árum segja okkur það að Hagar haga tekið á sig meira af verðhækkunum en hafa skilað út í verðlagið. Ef fólk hefur áhuga á því að horfa á staðreyndir, þá er þetta svona einfalt,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Guðmundur telur að birgjar og framleiðendur sleppi við alla umræðu um verð á matvöru, á meðan sökin er öll sett á herðar smásöluaðila.
„Framlegðarhlutfallið hjá Bónus er 14%, og því er 86% af verðmyndun vörunnar sem skýrist af öðrum þáttum. Mér hefur fundist að heildsalar og framleiðendur skauti létt framhjá þessari umræðu. Við erum ekki að hækka verð að gamni okkar, það er ástæða fyrir því. Birgjar og framleiðendur eru að hækka verð en þurfa aldrei að svara fyrir það.“
Nánar er fjallað um álagningu og framlegð á innlendum matvörumarkaði í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kemur út í fyrramálið.