Íslenskri kvikmyndaframleiðslu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og nam velta í kvikmyndaframleiðslu rúmum 27 milljörðum króna í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Margt bendir til þess að þetta ár verði enn stærra og mun nýsamþykkt hækkun á endurgreiðslu vegna kostnaðar á framleiðslu kvikmynda líklega draga fleiri stór erlend verkefni til landsins. Allir viðmælendur Viðskiptablaðsins sem starfa í kvikmyndagerð sögðu að það væri brjálað að gera. Fyrstu fjóra mánuði ársins var velta í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra og jókst úr 4,7 milljörðum króna í tæpa ellefu milljarða króna, eða 130%.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði