Tryggingarekstur hér á landi er ekki eins arðsamur og á Norðurlöndunum og tjónahlutfall tryggingafélaganna hérlendis er hærra. Tryggingafélög á Íslandi eru með hæsta samsetta hlutfall vátrygginga í Evrópu, en hlutfall yfir 100% þýðir að iðgjöld séu lægri en samtala tjónagreiðslna og rekstrarkostnaðar. Meðaltalið á árunum 2017-2022 fyrir samsett hlutfall vátrygginga án líftrygginga var 91,6% í Evrópu og á bilinu 85-96% á öðrum Norðurlöndum. Hérlendis var það 100,7%. Hátt hlutfall hérlendis skýrist einkum af mjög háu tjónahlutfalli. Tjónahlutfallið var 80% hérlendis á tímabilinu frá 2017-2022 en meðaltalið í Evrópu var 59%. Það þýðir að 80% af greiddum iðgjöldum íslensku tryggingafélaganna eru nýtt til þess að greiða út bætur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði