Hæstiréttur Brasilíu mun í dag kjósa um hvort staðfesta eigi úrskurð um að bann á samfélagsmiðlinum X. Dómarinn Alexandre Moraes hvatti til atkvæðagreiðslu eftir að hæstirétturinn fyrirskipaði bann við aðgangi að miðlinum um helgina.
Miðillinn X hefur verið án opinbers fulltrúa í landinu frá því um miðjan ágúst en fresturinn til að skipa fulltrúa rann út á laugardaginn og fyrirskipaði Moraes bann við allri starfsemi X í Brasilíu.
Hæstiréttur Brasilíu mun í dag kjósa um hvort staðfesta eigi úrskurð um að bann á samfélagsmiðlinum X. Dómarinn Alexandre Moraes hvatti til atkvæðagreiðslu eftir að hæstirétturinn fyrirskipaði bann við aðgangi að miðlinum um helgina.
Miðillinn X hefur verið án opinbers fulltrúa í landinu frá því um miðjan ágúst en fresturinn til að skipa fulltrúa rann út á laugardaginn og fyrirskipaði Moraes bann við allri starfsemi X í Brasilíu.
Deilur milli Moraes og Elon Musk, eiganda X, hófust í apríl þegar dómarinn fyrirskipaði að loka fyrir tugi reikninga vegna meintrar útbreiðslu rangra upplýsinga. Musk heldur því fram að verið sé að eyðileggja málfrelsi í pólitískum tilgangi.
Hæstiréttur Brasilíu er með 11 dómara sem skiptast í tvo hópa. Fimm dómarar sitja í hvorum hópi og bætist svo við einn yfirdómari. Moraes er dómari í fyrsta hópnum sem mun endurskoða ákvörðunina um hvort banna eigi miðilinn.
Í úrskurði sínum gaf Moraes fyrirtækjum, þar á meðal Apple og Google, fimm daga frest til að fjarlægja X úr appverslunum sínum og loka fyrir notkun þess á iOS- og Android-tækjum.