Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur stað­fest lög­mæti laga sem skikka Byt­eDance, kín­verska móðurfélag TikTok, til að selja rekstur sinn í Bandaríkjunum úr félaginu.

Að öðrum kosti verður lokað á sam­félags­miðilinn á sunnu­daginn, degi áður en Donald Trump for­seti Bandaríkjanna tekur við em­bætti.

Sam­kvæmt Financial Times er TikTok með um 170 milljónir not­enda í Bandaríkjunum.

Ef kaupandi finnst ekki í tæka tíð þurfa snjall­for­rita­verslanir Goog­le og App­le að fjar­lægja for­ritið úr símanum.

Sam­kvæmt bandarískum fjölmiðlum ætlar Joe Biden sitjandi for­seti ekki að fram­fylgja lögunum á síðasta em­bættis­degi á meðan Trump hefur lofað að „bjarga TikTok“ þegar hann tekur við em­bætti.

Þing­menn úr röðum bæði Demókrata og Repúblikana samþykktu bannið í fyrra en þing­menn óttast að kín­verska ríkið geti nýtt sér for­ritið til að dreifa áróðri og njósna um not­endur.

TikTok kærði málið alla leið til Hæstaréttar þar sem kín­verska fyrir­tækið taldi lögin brjóta á stjórnar­skrár­vörðum rétti manna til tjáningar­frelsis en hafði ekki erindi sem erfiði.