Jón Þórisson, framkvæmdastjóri Torgs, og Elín Helena Bjarnadóttir, fjármálastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, sögðu sig úr stjórn Póstdreifingar, um miðjan janúar, í kjölfar þess að hætt var að dreifa Fréttablaðinu til heimila í gegnum Póstdreifingu.
Torg á 41,65% hlut í Póstdreifingu á móti 43,35% hlut Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og 15% hlut Reynis Árnasonar, framkvæmdastjóra Póstdreifingar. Stjórnin er nú einungis skipuð fulltrúum Árvakurs, þeim Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og annars tveggja ritstjóra Morgunblaðsins, og Elínu Þórðardóttur, fjármálastjóra Árvakurs.
Jón sagði í byrjun ársins að Torg væri hætt að nýta sér þjónustu Póstdreifingar en um það kostað milljarð króna á ári að dreifa blaðinu til heimila.
Póstdreifing sagði í kjölfarið upp 244 blaðberum en til stóð að bjóða flestum starf aftur.
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. febrúar.