Rio Tinto er nú í viðræðum um kaup á Arcadium Lithium en fyrirtækið hefur verið að leitast eftir því að tryggja sér litíum, steinefni sem er notað í rafbíla. Að sögn FT hafa báðar hliðar ekki viljað tjá sig um kaupin eða fyrirhuguð tilboð.

Viðskiptin eru enn eitt dæmi um samþjöppun í hinum alþjóðlega námuiðnaði þar sem fyrirtækið keppast við að tryggja sér efni fyrir komandi orkuskipti.

Verð á litíum hefur hins vegar hríðfallið á þessu ári vegna ofgnóttar framboðs og hefur gengi Arcadium lækkað um 60% frá áramótum. Ástralska eignarstýringarfyrirtækið Blackwattle Investmment Partners, einn af hluthöfum Arcadium, segist því hafa áhyggjur að tilboð Rio Tinto sé tækifærissinnað til að tryggja sér ódýrt litíum.

Arcadium varð stofnað á síðasta ári við fyrirtækin Allkem og Livent sameinuðust og var það metið á 10,6 milljarða dala á þeim tíma. Meðal viðskiptavina þess eru bílaframleiðendurnir Tesla, BMW, Toyota og General Motors.