Er­lendar net­verslanir sem selja á­fengi en halda vöru­birgðum sínum á Ís­landi eru núna um tíu talsins. Sumar eru smáar í sniðum og reknar af ein­stak­lingum eins og Desma eða Öl­föngum en aðrar eru á vegum fyrir­tækja eins og Sante, Heim­kaupa eða Costco.

Fyrr í þessum mánuði opnaði ný net­verslun með á­fengi á léninu veigar.eu en um er að ræða sam­starf Hagar Wines og Hag­kaups, þar sem fyrr­nefnda fé­lagið rekur net­verslunina en Hag­kaup annast til­tekna þjónustu, eins og tínslu af lager og af­greiðslu fyrir hönd Hagar Wines.

Finnur Odds­son, for­stjóri Haga, segir eðli­legt að bregðast við aug­ljósri sam­keppni á dag­vöru­markaði en tekur jafn­framt fram að net­verslun Haga Wines geri miklar kröfur til kaup­enda til að gæta sjónar­miða um að­gengi og lýð­heilsu.

Hann segir það engan vendi­punkt að Hagar Wines, með stuðningi Hag­kaups, á­kvað að taka þátt í sam­keppni á þessum markaði heldur urðu vatna­skil í á­fengis­sölu í fyrra.

Er­lendar net­verslanir sem selja á­fengi en halda vöru­birgðum sínum á Ís­landi eru núna um tíu talsins. Sumar eru smáar í sniðum og reknar af ein­stak­lingum eins og Desma eða Öl­föngum en aðrar eru á vegum fyrir­tækja eins og Sante, Heim­kaupa eða Costco.

Fyrr í þessum mánuði opnaði ný net­verslun með á­fengi á léninu veigar.eu en um er að ræða sam­starf Hagar Wines og Hag­kaups, þar sem fyrr­nefnda fé­lagið rekur net­verslunina en Hag­kaup annast til­tekna þjónustu, eins og tínslu af lager og af­greiðslu fyrir hönd Hagar Wines.

Finnur Odds­son, for­stjóri Haga, segir eðli­legt að bregðast við aug­ljósri sam­keppni á dag­vöru­markaði en tekur jafn­framt fram að net­verslun Haga Wines geri miklar kröfur til kaup­enda til að gæta sjónar­miða um að­gengi og lýð­heilsu.

Hann segir það engan vendi­punkt að Hagar Wines, með stuðningi Hag­kaups, á­kvað að taka þátt í sam­keppni á þessum markaði heldur urðu vatna­skil í á­fengis­sölu í fyrra.

„Þá gengu dómar í ná­granna­löndum sem skáru úr um lög­mæti er­lendrar net­verslunar í um­hverfi sem gerir ráð fyrir einka­leyfi ríkisins á á­fengis­sölu. Á sama tíma hófu stórir aðilar á dag­vöru­markaði hér­lendis sölu á á­fengi í net­verslun sem hluta af sinni þjónustu. Að okkar mati hefur einnig á­kveðið for­dæmis­gildi um lög­mæti slíkrar starf­semi að hún hafi fyrir opnum tjöldum svo árum skipti án at­huga­semda frá yfir­völdum. Em­bættis­menn, þar á meðal dóms­mála­ráð­herra, létu síðan hafa það eftir sér að net­verslun með þessu fyrir­komu­lagi væri lög­leg,“ segir Finnur.

Hann segir það vera í þessum tíðar­anda sem Hagar á­kváðu að skoða for­sendur fyrir að hefja rekstur á sam­bæri­legri verslun í fyrra.

Finnur bendir á að sam­keppnis­aðili Hag­kaups á Ís­landi, Costco, sé þriðji stærsti smá­sali heims og velti um tí­faldri þjóðar­fram­leiðslu Ís­lands. Costco er jafn­framt einn allra stærsti sölu­aðili á­fengis í Banda­ríkjunum með til­heyrandi heild­sölu­samninga og því þýðir lítið fyrir ís­lenskan rekstur að sitja hjá og bíða þegar sam­keppnin er af slíkri stærðar­gráðu.

Þrátt fyrir að ríkis­verslunin hafi kært aðrar net­verslanir til lög­reglu og sú rann­sókn sé komin til á­kæru­valds þá segir Finnur að sam­kvæmt þeirri ráð­gjöf sem Hagar hafi sótt sér þá sé ein­sýnt að net­verslun með á­fengi líkt og er stunduð hér sé í sam­ræmi við ís­lensk lög og evrópskt reglu­verk.

Rafræn skilríki staðfesta aldur

Þó að engin mæli­eining sé á sam­fé­lags­legu upp­námi virðist sem svo að á­kvörðun Haga að stíga inn á þennan markað hafi valdið meiri upp­hlaupi en þegar Heim­kaup og Costco gerðu slíkt hið sama. Spurður um þetta segist Finnur í raun fagna því að gerðar séu miklar kröfur til Haga og Hag­kaups.

„Þetta sýnir að neyt­endur gera ríkar kröfur til okkar sem smá­sala og að við höfum sam­fé­lags­lega mikil­vægu hlut­verki að gegna. Við erum sam­mála því að það sé full á­stæða til þess að gera auknar kröfur til starf­semi eins og þessarar. Það er af þeim sökum sem við höfum sett strangar reglur og um­gjörð um sölu og fram­setningu á­fengis, m.a. til að stuðla að á­byrgri kaup­hegðun og gæta að sjónar­miðum um lýð­heilsu,“ segir Finnur og bætir við að það sé ein­göngu hægt að kaupa á­fengi í net­verslun Hagar Wines eftir stað­festingu aldurs með raf­rænum skil­ríkjum auk þess sem af­greiðslu­tími sé tak­markaður.

Á­fengi verður jafn­framt ekki til sýnis né í boði í hillum verslana Haga.

„Um leið og við erum að bregðast við aug­ljósri sam­keppni og verða við óskum kröfu­harðra við­skipta­vina um aukna og þægi­legri þjónustu, þá setjum við strangari reglur um net­verslun með á­fengi en tíðkast hafa hér­lendis.“ segir Finnur.