Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) birti í janúar UFS-mat Reitunar á innlendu eignasafni lífeyrissjóðsins miðað við eignastöðu LSR í lok júní í fyrra.
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, segir að UFS-mat sé meðal þess sem horft sé til þegar kemur að því að meta fjárfestingarstefnu sjóðsins. „Þegar við metum nýjar og núverandi fjárfestingar horfum við til margra þátta og meðal annars til UFS mats á viðkomandi fjárfestingu. Aðrir þættir eru til dæmis fjárhagslegur styrkleiki, stjórnun og framtíðarhorfur félags.“
Hún segir að sjóðurinn hafi ekki hafnað fjárfestingum vegna UFS mats til þessa. Matið geti þó haft áhrif á fjárfestingarákvarðanir.
„Það hefur ekki komið til þess ennþá að fjárfestingum sé hafnað beinlínis vegna UFS-mats. En við skoðun á nýjum fjárfestingum almennt, innlendum og erlendum, skráðum sem óskráðum, þá framkvæmir sjóðurinn meðal annars sjálfstætt UFS-mat á viðkomandi fjárfestingu sem getur haft áhrif á ákvörðunina.“
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.