Áslaug Thelma Einarsdóttir hafnaði 13,6 milljóna króna sáttatilboði Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að Landsréttur viðurkenndi fyrr á þessu ári skaða- og miskabótaskyldu Áslaugar vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2018. RÚV greinir frá.

Áslaug hefur stefnt Orku náttúrunnar og farið fram á 125 milljónir í skaða- og miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Áslaugar, segir í samtali við RÚV að þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjónið.

Mikið var fjallað um mál Áslaugar árið 2018. Í færslu á Facebook eftir að Landsréttur kvað upp dóm í málinu sagði Áslaug að framganga Orkuveitunnar í sinn garð hafi verið ótrúleg og að hún hafi verið opinberlega smánuð af á blaðamannafundi Orkuveitunnar eftir uppsögnina.

„Hér er um að ræða tímamótaaðför vinnuveitanda á hendur starfsmanni sem vonandi hefur hvorki sést fyrr né síðar,“ skrifaði Áslaug sem fagnaði jafnframt því að málinu væru lokið eftir fjögurra ára baráttu.