Stjórn Haga mun leggja til á aðalfundi félagsins að greiddur verði arður að fjárhæð 2.504 milljónir króna vegna rekstrarársins 2024/25.
Arðurinn nemur 2,3 krónum á hlut og samsvarar 50% af hagnaði ársins eftir skatta, að teknu tilliti til matsbreytinga og hlutdeildarfélaga.
Hagnaður eftir skatta nam 7,0 milljörðum króna, sem jafngildir 3,9% af veltu.
Vörusala jókst um 4,1% milli ára og nam 180,3 milljörðum króna. EBITDA var 14,7 milljarðar króna, sem er umfram áður gefna spá stjórnenda.
Eigið fé jókst um tæplega 10 milljarða króna á árinu og nam 38,5 milljörðum í lok tímabilsins. Framlegðarhlutfall hækkaði úr 20,8% í 22,8%.
Aðalfundur félagsins verður haldinn 27. maí næstkomandi. Stjórnendur gera ráð fyrir frekari tekjuvexti á nýju rekstrarári og spá EBITDA á bilinu 16–16,5 milljarðar króna.
Hagar birtu ársuppgjör eftir lokun markaða í dag en engin frávik eru í endurskoðuðum ársreikningi frá þeim uppgjörsgögnum sem birt voru um miðjan apríl og Viðskiptablaðið greindi frá. Hægt er að lesa ítarlega um uppgjör félagsins hér að neðan.