Stjórn Haga mun leggja til á aðal­fundi félagsins að greiddur verði arður að fjár­hæð 2.504 milljónir króna vegna rekstrarársins 2024/25.

Arðurinn nemur 2,3 krónum á hlut og sam­svarar 50% af hagnaði ársins eftir skatta, að teknu til­liti til mats­breytinga og hlut­deildar­félaga.

Hagnaður eftir skatta nam 7,0 milljörðum króna, sem jafn­gildir 3,9% af veltu.

Vöru­sala jókst um 4,1% milli ára og nam 180,3 milljörðum króna. EBITDA var 14,7 milljarðar króna, sem er um­fram áður gefna spá stjórn­enda.

Eigið fé jókst um tæp­lega 10 milljarða króna á árinu og nam 38,5 milljörðum í lok tíma­bilsins. Fram­legðar­hlut­fall hækkaði úr 20,8% í 22,8%.

Aðal­fundur félagsins verður haldinn 27. maí næst­komandi. Stjórn­endur gera ráð fyrir frekari tekju­vexti á nýju rekstrarári og spá EBITDA á bilinu 16–16,5 milljarðar króna.

Hagar birtu árs­upp­gjör eftir lokun markaða í dag en engin frávik eru í endur­skoðuðum árs­reikningi frá þeim upp­gjörs­gögnum sem birt voru um miðjan apríl og Við­skipta­blaðið greindi frá. Hægt er að lesa ítarlega um uppgjör félagsins hér að neðan.