Bandaríski hagfræðingar búast enn við að kreppa muni skella á í Bandaríkjunum í ár. Þetta kemur fram í könnun Wall Street Journal.
Samkvæmt könnuninni er 61% líkur á því að kreppa skelli á innan tólf mánaða en blaðið birti hana í dag. Er hlutfallið eilítið lægra en í október þegar svarendur töldu 63% líkur á kreppu.
Niðurstaðan kemur nokkuð á óvart. Þrátt fyrir að verðbólga hefur hjaðnað nokkuð í Bandaríkjunum þá búast hagfræðingar við enn meiri stýrivaxtahækkunum og sú hækkun muni keyra bandarískt efnahagslíf inn í kreppu á þessu ári.
Spá hagfræðinganna, sem bæði eru í einkageiranum og akademíunni, um 61% líkur er há og hefur skollið á kreppa við töluvert lægri spá. Blaðið hefur gert sambærilegar kannanir síðan árið 2006.