Indverski efnahagurinn óx um 8,4% á síðasta ársfjórðungi árið 2023 samkvæmt opinberum tölum. Búist er við því að Indland muni taka fram úr Japan og Þýskalandi sem þriðja stærsta hagkerfi heims á næstu árum.

Tilkynningin um hagvöxt landsins kemur á sama tíma og þjóðin undirbýr kosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að tölurnar sýni styrk indverska hagkerfisins og möguleika þess. Modi hefur undanfarin ár hækkað ríkisútgjöld til innviðauppbygginga og eflt framleiðslu á símum, drónum og hálfleiðurum.

Indverski efnahagurinn óx um 8,4% á síðasta ársfjórðungi árið 2023 samkvæmt opinberum tölum. Búist er við því að Indland muni taka fram úr Japan og Þýskalandi sem þriðja stærsta hagkerfi heims á næstu árum.

Tilkynningin um hagvöxt landsins kemur á sama tíma og þjóðin undirbýr kosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að tölurnar sýni styrk indverska hagkerfisins og möguleika þess. Modi hefur undanfarin ár hækkað ríkisútgjöld til innviðauppbygginga og eflt framleiðslu á símum, drónum og hálfleiðurum.

Einkaneysla í landinu jókst þá einnig um 3,4% en eyðslugeta almennings varð fyrir miklu höggi á síðasta ári vegna verðbólgu. Almenn framleiðsla í landinu jókst meðal annars um 11,6% á tímabilinu.

Landbúnaðargeirinn hefur hins vegar haldið áfram að glíma við erfiðleika sem tengjast bæði monsúnrigningum og deilum við stjórnvöld um lágmarksverð á uppskeruvörum. Landbúnaður á Indlandi samsvarar um 15% af 3,7 milljarða dala hagkerfi landsins.