Hagnaður fjarskiptafélagsins Hringdu nam 38 milljónum króna árið 2023, samanborið við 71 milljónar hagnað árið áður.
Velta jókst um 7% milli ára og námu tekjur tæplega tveimur milljörðum í fyrra en rekstrargjöld jukust á sama tíma um 9%. Eignir voru bókfærðar á 465 milljónir og eigið fé nam 125 milljónum.
Stjórn félagsins leggur til að 30 milljónir verði greiddar í arð vegna rekstrarársins 2023. Játvarður Jökull Ingvarsson er framkvæmdastjóri og einn hluthafa félagsins.