Olympus hagnaðist um 729 milljónir í fyrra og velti 2,5 milljörðum sem er hátt í 100 milljóna aukning hagnaðar milli ára samhliða næstum helmingun tekna. Félagið leigir út fasteignir og gerir út fiskiskip.

Mestu munar um liðinn annar rekstrarkostnaður sem er sá langtum stærsti á útgjaldahliðinni og lækkaði um þriðjung eða tæpar 840 milljónir.

Þá seldi félagið togarann Navigator á 7,7 milljarða í fyrrahaust.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út 29. september.

Lykiltölur Olympus ehf. 2021

Rekstrartekjur 2.500 milljónir
Eignir 9.848 milljónir
Eigið fé 3.684 milljónir
Hagnaður 729 milljónir