Norvik, móðurfélag BYKO og fleiri félaga, hagnaðist um tæplega 2,8 milljarða króna í fyrra samanborið við 6,1 milljarðs króna hagnað árið áður.

Framlegð nam 10,1 milljarði króna samanborið við 8,6 milljarða árið áður.

Hagnaðarsamdrátt má helst rekja til þess að áhrif hlutdeildarfélaga dróst saman úr 4 milljörðum í 1,5 milljarða milli ára.

Lykiltölur / Norvik

2022 2021
Tekjur 30.587  24.556
Eignir 51.238  46.938
Eigið fé 36.764    34.735
Afkoma 2.754    6.127
- í milljónum króna