Ítalski veitingastaðurinn Ráðagerði, sem rekinn er í samnefndu húsi á Seltjarnarnesi, hagnaðist um rúmlega fjórar milljónir króna á síðasta ári.

Um var að ræða fyrsta heila rekstrarár veitingahússins.

Velta Ráðagerðis nam 326 milljónum króna á árinu 2023, en var 130 milljónir árið áður. Fjöldi ársverka á árinu nam 18 samanborið við 14 árið áður. Þá nam launakostnaður 138 milljónum króna á árinu og tvöfaldaðist milli ára.

Gísli Björnsson, Jón Ágúst Hreinsson og Viktor Már Kristjánsson opnuðu staðinn vorið 2022. Þeir eru vanir veitingamenn en Gísli og Jón hafa sterk tengsl við Nesið.

Þeir Gísli, Jón og Viktor eiga 26,67% hlut hvor í félaginu. Hreinn Viðar Ágústsson á 10% hlut og Arctic Circle, í eigu Agnesar Sigurðardóttur og Pálmars Harðarsonar, á 10% hlut í veitingahúsinu.

Sögufrægt hús

Húsið Ráðagerði er vestasta hús Seltjarnarnesbæjar og var upphaflega byggt á árunum 1880-1885. Saga hússins er löng en það var skráð hjáleiga frá Nesi árið 1703 með litlum túnbletti þar sem fóðra mátti 2 kýr.

Margir ábúendur hafa verið í Ráðagerði frá upphafi en árið 1997 var húsið keypt og það endurgert í upprunalega mynd.

Ráðagerði veitingahús ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 326 130
Launakostnaður 138 71
Eigið fé -26 31
Afkoma 4 -30
Lykiltölur í milljónum króna.