Sérhæfða fjárfestinga- og ráðgjafafyrirtækið Hamrar Capital Partners hagnaðist um 28 milljónir króna og velti 135 milljónum á fyrsta starfsári sínu.
Baldur Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku og einn stofnenda Arctica Finance og GusGus, greindi frá stofnun fyrirtækisins í árslok 2022.
Meðeigendur hans eru Sveinn Heiðar Guðjónsson og Bjarki Logason auk Kviku banka. Baldur, Sveinn og Bjarki fara með 30% hlut hver.