Bakarameistarinn hagnaðist um 61,5 milljónir króna árið 2019 og jókst hagnaður félagsins um 10,5 prósent frá fyrra ári. Stjórn félagsins lagði til að greiddar yrðu 50 milljónir króna í arð í ár.

Rekstrartekjur Bakarameistarans, sem rekur níu staði á höfuðborgarsvæðinu jukust um 13,4% milli ára og nam 1.864 milljónum króna.

Rekstrarkostnaður jókst um 10,9% og nam 1.714 milljónum en þar af voru laun og lengd gjöld 839 milljónir. Stöðugildi voru að meðaltali um 160-180 í fyrra.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 677 milljónir í árslok 2023. Skuldir voru um 308 milljónir og eigið fé 369 milljónir.

Bakarameistarinn er í 95% eigu Sigþórs Sigurjónssonar og 5% eigu Sigrúnar Stefánsdóttur