Ca­stello, sem heldur úti þremur pítsu­stöðum á höfuð­borgar­svæðinu, skilaði 18,2 milljón króna hagnaði í fyrra sem er næstum því tvö­földun frá árinu á undan þegar hagnaður nam 9,5 milljónum.

Velta Ca­stello jókst um 24,5% á milli ára og nam 167 milljónum króna í fyrra.

Eignir voru bók­færðar á 87 milljónir í lok árs 2023 og nam eigið fé fé­lagsins 52 milljónum króna.

Bræðurnir Armend Zoga­j og Dardan Zoga­j eiga fé­lagið til helminga og voru starfs­menn 17 til 19 á árinu.

2023 2022 2021
Rekstrartekjur 167 134 112
Eignir 87 83 74
Eigið fé 54 44 34
Hagnaður 18,2 9,5 5,5