Hagnaður eftir skatta hjá Eim­skip nam 8,4 milljónum evra á fyrri helmingi árs sem er lækkun frá 29,5 milljónum á sama tíma­bili í fyrra. Mun það vera um 71,5% lækkun á milli ára.

EBITDA fé­lagsins nam 37,7 milljónum evra á fyrri helmingi árs saman­borið við 66,2 milljónir evra á sama tíma­bili síðasta árs, sem er lækkun um 28,4 milljónir evra. Mun það vera 78% lækkun á milli ára.

Rekstrar­kostnaður nam 367,8 milljónum evra og hækkaði þannig um 2,7% eða 9,8 milljónir evra saman­borið við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Á sama tíma drógust tekjur fé­lagsins saman um 4,4% og námu 405,5 milljónum evra.

Hagnaður eftir skatta hjá Eim­skip nam 8,4 milljónum evra á fyrri helmingi árs sem er lækkun frá 29,5 milljónum á sama tíma­bili í fyrra. Mun það vera um 71,5% lækkun á milli ára.

EBITDA fé­lagsins nam 37,7 milljónum evra á fyrri helmingi árs saman­borið við 66,2 milljónir evra á sama tíma­bili síðasta árs, sem er lækkun um 28,4 milljónir evra. Mun það vera 78% lækkun á milli ára.

Rekstrar­kostnaður nam 367,8 milljónum evra og hækkaði þannig um 2,7% eða 9,8 milljónir evra saman­borið við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Á sama tíma drógust tekjur fé­lagsins saman um 4,4% og námu 405,5 milljónum evra.

Í upp­gjörinu segir að af­koma fé­lagsins á öðrum árs­fjórðungi hafi verið ágæt miðað við lítils háttar minni eftir­spurn á Ís­landi og fjögurra vikna verk­fall í Fær­eyjum á meðan af­koma al­þjóð­legu flutnings­miðlunarinnar var góð. Á­ætluð nei­kvæð EBITDA á­hrif vegna fjögurra vikna verk­falls í Fær­eyjum eru um 1,8 milljónir evra.

Tekjur héldust stöðugar frá fyrra ári og námu 210 milljónum evra á fjórðungnum. Tekjur af gáma­flutningum lækkuðu um 12,9 milljónir evra á meðan tekjur af flutnings­miðlun jukust um 13 milljónir evra

„Lægri af­koma af á­ætlunar­siglingum skýrist helst af lægri Trans-At­lantic verðum, lítils háttar minnkun í inn­flutnings­magni á­samt breyttri sam­setningu í út­flutningi á Ís­landi en einnig hafði fjögurra vikna verk­fall í Fær­eyjum tölu­verð á­hrif. Betri af­koma af al­þjóð­legri flutnings­miðlun litast af hærri al­þjóð­legum flutnings­verðum, sér­stak­lega á leiðum tengdum Asíu,“ segir í upp­gjörinu.

EBITDA Eim­skips á öðrum fjórðungi nam 23,5 milljónum evra saman­borið við 34,3 milljónir evra á öðrum árs­fjórðungi í fyrra en fé­lagið segir að annar árs­fjórðungur 2023 hafi verið afar sterkur.

Hagnaður eftir skatta á öðrum árs­fjórðungi nam 7,9 milljónum evra saman­borið við 17,0 milljónir evra fyrir sama tíma­bil árið 2023.

„Af­koma annars árs­fjórðungs 2024 var ágæt og við sáum um­svif í rekstrinum aukast tölu­vert í kjöl­far krefjandi fyrsta árs­fjórðungs. EBITDA fjórðungsins nam 23,5 milljónum evra sem er lækkun um 10,8 milljónir frá fyrra ári. Lækkunina má nánast al­farið rekja til lakari af­komu af rekstri gáma­siglinga­kerfisins þar sem tekjur lækkuðu vegna lægri meðal­flutnings­verða og minnkunar í magni, á sama tíma og rekstrar­kostnaður siglinga­kerfisins var svo til ó­breyttur frá fyrra ári. Af­koman af gáma­siglinga­kerfinu er hins vegar mun betri en hún var á fyrsta árs­fjórðungi,” segir Vil­helm Már Þor­steins­son for­stjóri Eim­skips í upp­gjörinu.

Vil­helm segir jafn­framt að Eim­skip hafi lagt ríka á­herslu á kostnaðar­að­hald, en verð­bólgu­þrýstingur og launa­hækkanir undan­farinna ára hafa gert það að verkum að að­halds­að­gerðir okkar hafa fyrst og fremst dregið úr kostnaðar­hækkunum í stað þess að stuðla að lægri heildar­kostnaði.

„Á tekju­hliðinni var á­nægju­legt að sjá út­flutnings­magn frá Ís­landi aukast á milli ára en vegna breyttrar sam­setningar farms lækkaði meðal­flutnings­verð lítil­lega. Á hinn bóginn var sam­dráttur í á­kveðnum vöru­flokkum í inn­flutningi til Ís­lands en þar ber helst að nefna bíla og byggingar­vöru á sama tíma og vöru­flokkar á borð við mat­væli og aðrar neyslu­vörur héldust stöðugir í magni. Það var vissu­lega við­búið að sjá sam­drátt í þessum vöru­flokkum í ljósi lang­varandi tíma­bils hás vaxta­stigs á Ís­landi, en við erum von­góð um að Seðla­bankinn hefji slökun á peninga­stefnunni áður en þessi minnkun í eftir­spurn breiðist yfir í aðra vöru­flokka sem gæti valdið ó­þarf­lega harðri lendingu hag­kerfisins,” segir Vil­helm.

Að sögn Vil­helms eru al­þjóð­legir skipta­flutningar enn mjög sveiflu­kenndir en flutnings­verð hækkaði á öðrum árs­fjórðungi.

„Hækkanirnar má einkum rekja til á­standsins við Rauða­hafið, sem hefur tak­markað um­ferð flutninga­skipa um Súez-skurðinn, á­samt því sem stór og mikil­væg hag­kerfi tóku við sér. Þessi háu al­þjóð­legu verð, sam­hliða magn­aukningu, stuðluðu að góðri rekstrar­niður­stöðu í al­þjóð­legu flutnings­miðluninni á fjórðungnum þar sem af­koman var svipuð og á síðasta ári en tölu­vert betri en á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs.”

Vil­helm segir þriðja árs­fjórðung fara vel af stað hjá Eim­skip og segir hann að horfur séu al­mennt góðar.


„Við erum bjart­sýn á að af­koman verði betri en á öðrum árs­fjórðungi. Við gerum ráð fyrir auknu út­flutnings­magni frá Ís­landi í kjöl­far nýs fisk­veiði­árs í septem­ber en á­fram ríkir ó­vissa um þróun ís­lenska hag­kerfisins. Makríl­veiðar fóru hægt af stað í Fær­eyjum sem hefur haft nei­kvæð á­hrif á út­flutnings­magn frá Fær­eyjum síðustu vikur en á sama tíma hefur út­flutningur á ferskum hvít­fiski og laxi verið góður.“