Rekstrar­tekjur Frum­herja námu 1,6 milljörðum króna í fyrra sem er 86 milljón króna hækkun frá árinu áður. Hagnaður fé­lagsins nam 93,2 milljónum sem er tölu­verð hækkun úr 4,7 milljónum árið 2022.

Stjórn fé­lagsins leggur til að allt að 120 milljónir verði greiddar í arð til hluta­hafa á árinu 2024 en Tra­il­blazer hf., fjár­festinga­fé­lag sem Andri Gunnars­son á 72,5% hlut í og Orri Hlöð­vers­son 20%. Rakel Hlín Bergs­dóttir, eig­andi Snúrunnar og eigin­kona Andra, á 7,5% hlut.

Andri og Orri keyptu út aðra hlut­hafa Frum­herja, þá Fannar Ólafs­son, Þórð Kol­beins­son og Kristján Grétars­son, í lok árs 2021. Greiddu þeir tæp­lega 900 milljónir króna fyrir hlut þeirra.

Eigið fé Frum­herja nam 184,5 milljónum í árs­lok 2023 sem er lækkun út 391,3 milljónum á milli ára. Eigin­fjár­hlut­fall fé­lagsins fór úr 51% í 25% milli ára. Starfs­mönnum fækkaði úr 87 í 75 á sama tíma­bilinu.