Rekstrartekjur Frumherja námu 1,6 milljörðum króna í fyrra sem er 86 milljón króna hækkun frá árinu áður. Hagnaður félagsins nam 93,2 milljónum sem er töluverð hækkun úr 4,7 milljónum árið 2022.
Stjórn félagsins leggur til að allt að 120 milljónir verði greiddar í arð til hlutahafa á árinu 2024 en Trailblazer hf., fjárfestingafélag sem Andri Gunnarsson á 72,5% hlut í og Orri Hlöðversson 20%. Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar og eiginkona Andra, á 7,5% hlut.
Andri og Orri keyptu út aðra hluthafa Frumherja, þá Fannar Ólafsson, Þórð Kolbeinsson og Kristján Grétarsson, í lok árs 2021. Greiddu þeir tæplega 900 milljónir króna fyrir hlut þeirra.
Eigið fé Frumherja nam 184,5 milljónum í árslok 2023 sem er lækkun út 391,3 milljónum á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins fór úr 51% í 25% milli ára. Starfsmönnum fækkaði úr 87 í 75 á sama tímabilinu.