Ein stærsta matvöruheildverslun landsins, Innnes, skilaði 32 milljónum króna í hagnað árið 2021, samanborið við 212 milljóna króna hagnað árið áður.

Velta félagsins jókst á milli ára en hún var 10,8 milljarðar króna á árinu samanborið við 10,2 milljarða árið 2020. Innnes tók í notkun nýtt vöruhús árið 2020 í Korngörðum og var öll starfsemi félagsins kominn undir eitt þak árið 2021. Félagið er í eigu Ólafs Bjarnasonar í gegnum móðurfélagið Dalsnes ehf.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.