Líftæknifyrirtækið Ísteka, sem sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði, hagnaðist um 215 milljónir króna árið 2023, samanborið við 324 milljónir króna árið 2022. Félagið hyggst ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs.

Líftæknifyrirtækið Ísteka, sem sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði, hagnaðist um 215 milljónir króna árið 2023, samanborið við 324 milljónir króna árið 2022. Félagið hyggst ekki greiða út arð vegna síðasta rekstrarárs.

Tekjur félagsins jukust um 9,7% á milli ára og námu 1.908 milljónum króna í fyrr. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar 26,2% og námu 1,6 milljörðum króna, sem félagið rekur einkum til verðbólgu og verðhækkana á aðföngum auk hækkana á öðrum kostnaði við reksturinn.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði lækkaði því um 35% milli ára, úr 376 milljónum í 244 milljónir. Árverk voru 38 samanborið við 40 árið 2022.

Eignir Ísteka námu 1.734 milljónum króna í árslok 2023 og eigið fé var 1.501 milljón. Systurfyrirtækið Áttaviti ehf. tók við fasteignum sem voru í eigu Ísteka árið 2022. Eignir Áttavita námu 910 milljónum króna og eigið fé var um 893 milljónir í lok síðasta árs.

Hörður Kristjánsson er stærsti hluthafi Ísteka og Áttavita með 74% hlut samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins. Hólmfríður H. Einarsdóttir er næst stærsti hluthafinn með 19% beinan hlut.