Hagnaður Kaffitárs á árinu 2014 nam 1,6 milljónum króna en þetta er mikil lækkun frá fyrra ári en þá var hagnaður félagsins um það bil 86 milljónir króna.
Rekstarhagnaður félagsins lækkar mikið milli ára en hann var um 30 milljónir fyrir árið 2014 en um 60 milljónir árið 2013.
Eignir félagsins námu 766,6 milljónum samkvæmt efnahagsreikningi í lok árs 2014, eigið fé var 349,3 milljónir og eiginfjárhlutfall var 43%.