Hagnaður Lána­sjóðs sveitar­fé­laga nam 1.132 milljónum króna á fyrri árs­helmingi 2024 saman­borið við 916 milljónir króna á sama tíma­bili árið 2023.

Sam­kvæmt árs­reikningi sjóðsins skýrist breytingin aðal­lega af betri á­vöxtun eigin fjár og fjár­eigna á gang­virði vegna hærri vaxta milli tíma­bila.

Heildar­eignir Lána­sjóðsins í lok júní voru 207 milljarðar króna saman­borið við 200 milljarða í árs­lok 2023. Heildar­út­lán sjóðsins námu 195 milljörðum króna saman­borið við 191 milljarð króna í árs­lok 2023. Ný út­lán á fyrstu sex mánuðum ársins námu 7,4 milljörðum.

Hagnaður Lána­sjóðs sveitar­fé­laga nam 1.132 milljónum króna á fyrri árs­helmingi 2024 saman­borið við 916 milljónir króna á sama tíma­bili árið 2023.

Sam­kvæmt árs­reikningi sjóðsins skýrist breytingin aðal­lega af betri á­vöxtun eigin fjár og fjár­eigna á gang­virði vegna hærri vaxta milli tíma­bila.

Heildar­eignir Lána­sjóðsins í lok júní voru 207 milljarðar króna saman­borið við 200 milljarða í árs­lok 2023. Heildar­út­lán sjóðsins námu 195 milljörðum króna saman­borið við 191 milljarð króna í árs­lok 2023. Ný út­lán á fyrstu sex mánuðum ársins námu 7,4 milljörðum.

„Markaðs­verð­mæti verð­bréfa­út­gáfu á fyrri hluta ársins var 6,5 milljarðar króna en var 10,7 milljarðar á sama tíma í fyrra. Lána­sjóðurinn endur­skoðaði út­gáfu­á­ætlun sína fyrir árið í maí og ágúst 2024. Upp­haf­leg út­gáfu­á­ætlun gerði ráð fyrir heildar­út­gáfu að fjár­hæð 24-29 milljörðum króna fyrir árið 2024. Endur­skoðuð út­gáfu­á­ætlun gerir ráð fyrir heildar­út­gáfu að fjár­hæð 14-19 milljörðum króna,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu LS

Rekstur fyrstu 6 mánaða ársins 1.1.-30.6.2024 1.1.-30.6.2023 1.1.-30.6.2022
Hreinar vaxtatekjur 838 804 611
Aðrar rekstrartekjur 437 245 69
Almennur rekstrarkostnaður 143 133 127
Hagnaður tímabilsins 1.132 916 553
Efnahagur í lok tímabils 30.6.2024 30.6.2023 30.6.2022
Handbært fé 183 712 842
Ríkisbréf og ríkisvíxlar 7.938 7.055 6.818
Markaðsverðbréf 3.593 1.703 164
Útlán og kröfur 195.234 183.278 164.948
Aðrar eignir 98 493 237
Eignir samtals 207.046 193.241 173.009
Verðbréfaútgáfa
169.890
150.838
Aðrar lántökur
1.259
1.907
Aðrar skuldir og skuldbindingar
Skuldir samtals
152.858
Eigið fé
21.774
20.151
CAD- hlutfall m/hefðbundinni mildun
54%
56%
CAD-hlutfall m/fullri mildun

Eigið fé Lána­sjóðsins nam 23,9 milljörðum króna á móti 22,7 milljörðum í árs­lok 2023.

Vegið eigin­fjár­hlut­fall sjóðsins er 410% miðað við stöðu út­lána í lok júní og var 416% í árs­lok 2023, með fullri mildun sam­kvæmt lögum um fjár­mála­fyrir­tæki.

Á aðal­fundi sjóðsins þann 14. mars síðast­liðinn var á­kveðið að greiða ekki arð til hlut­hafa vegna af­komu ársins 2023 til að styrkja stöðu sjóðsins, við­halda kaup­mætti og tryggja vöxt eigin fjár.

Lána­sjóður sveitar­fé­laga hefur frá ára­mótum gefið út skulda­bréf að fjár­hæð sam­tals 9,3 milljarðar króna að markaðs­virði.

Sjóðurinn á­ætlar að gefa út 4,7 til 9,7 milljarða króna til við­bótar á árinu. Á­ætluð heildar­út­gáfa fyrir árið 2024 er því á bilinu 14 til 19 milljarðar króna að markaðs­virði.

Næsta út­boð er fyrir­hugað þann 11. septem­ber 2024.