Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 1.132 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2024 samanborið við 916 milljónir króna á sama tímabili árið 2023.
Samkvæmt ársreikningi sjóðsins skýrist breytingin aðallega af betri ávöxtun eigin fjár og fjáreigna á gangvirði vegna hærri vaxta milli tímabila.
Heildareignir Lánasjóðsins í lok júní voru 207 milljarðar króna samanborið við 200 milljarða í árslok 2023. Heildarútlán sjóðsins námu 195 milljörðum króna samanborið við 191 milljarð króna í árslok 2023. Ný útlán á fyrstu sex mánuðum ársins námu 7,4 milljörðum.
„Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 6,5 milljarðar króna en var 10,7 milljarðar á sama tíma í fyrra. Lánasjóðurinn endurskoðaði útgáfuáætlun sína fyrir árið í maí og ágúst 2024. Upphafleg útgáfuáætlun gerði ráð fyrir heildarútgáfu að fjárhæð 24-29 milljörðum króna fyrir árið 2024. Endurskoðuð útgáfuáætlun gerir ráð fyrir heildarútgáfu að fjárhæð 14-19 milljörðum króna,“ segir í Kauphallartilkynningu LS
1.1.-30.6.2022 | ||
611 | ||
69 | ||
127 | ||
553 | ||
30.6.2022 | ||
842 | ||
6.818 | ||
164 | ||
164.948 | ||
237 | ||
173.009 | ||
169.890 | ||
150.838 | ||
1.259 | ||
1.907 | ||
152.858 | ||
21.774 | ||
20.151 | ||
54% | ||
56% | ||
Eigið fé Lánasjóðsins nam 23,9 milljörðum króna á móti 22,7 milljörðum í árslok 2023.
Vegið eiginfjárhlutfall sjóðsins er 410% miðað við stöðu útlána í lok júní og var 416% í árslok 2023, með fullri mildun samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Á aðalfundi sjóðsins þann 14. mars síðastliðinn var ákveðið að greiða ekki arð til hluthafa vegna afkomu ársins 2023 til að styrkja stöðu sjóðsins, viðhalda kaupmætti og tryggja vöxt eigin fjár.
Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 9,3 milljarðar króna að markaðsvirði.
Sjóðurinn áætlar að gefa út 4,7 til 9,7 milljarða króna til viðbótar á árinu. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2024 er því á bilinu 14 til 19 milljarðar króna að markaðsvirði.
Næsta útboð er fyrirhugað þann 11. september 2024.