Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um 322 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 266 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn á þriðja fjórðungi jókst um 20% milli ára. Nova birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í dag.
Tekjur Nova á tímabilinu jukust um 4,1% milli ára og námu 3,4 milljörðum króna. EBITDA-hagnaður félagsins jókst um rúmar hundrað milljónir og nam 1,2 milljörðum króna.
„Það er ánægjulegt að kynna niðurstöður þriðja ársfjórðungs sem var yfir væntingum okkar. Með áframhaldandi samstilltu átaki tekst Nova liðinu áfram að bregðast við þeim áskorunum sem eru í rekstrarumhverfinu og skila góðum rekstri, Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:
„Heildartekjur jukust milli ára og hafði þar mest áhrif veruleg aukning þjónustutekna. EBITDA og hagnaður tímabilsins eru einnig að vaxa vel milli ára og reksturinn skilar góðu sjóðstreymi, þar sem handbært fé frá rekstri er það mesta á einum fjórðungi frá stofnun. Nýjungum og viðbótum við FyrirÞig vildarklúbbinn okkar var vel tekið og viðskiptavinum okkar fjölgaði. Reksturinn gengur vel í krefjandi umhverfi og er í takt við okkar áætlanir og spár fyrir árið.