Ölgerðin hagnaðist um 728 milljónir króna á þriðja fjórðungi rekstrarárs félagsins, sem nær frá september til nóvember. Til samanburðar hagnaðist félagið um 574 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jókst hagnaður á fjórðungnum því um 26,8% milli ára. Ölgerðin birti uppgjör eftir lokun markaða.

Ölgerðin hagnaðist um 728 milljónir króna á þriðja fjórðungi rekstrarárs félagsins, sem nær frá september til nóvember. Til samanburðar hagnaðist félagið um 574 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og jókst hagnaður á fjórðungnum því um 26,8% milli ára. Ölgerðin birti uppgjör eftir lokun markaða.

Velta drykkjarvöruframleiðandans nam um 11,2 milljörðum króna og jókst um 1,4 milljarða, eða um 13,8% milli ára.

„Um 36% af þeim vexti kemur frá Iceland Spring sem er nú hluti samstæðu Ölgerðarinnar en var það ekki á sama tíma í fyrra. Að öðru leyti kemur vöxturinn að mestu frá sölu á bjór auk þess sem góður vöxtur var í sölu gosdrykkja og virknidrykkja,“ segir í afkomutilkynningu Ölgerðarinnar.

Afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar fyrir yfirstandandi fjárhagsár sem lýkur 29. febrúar næstkomandi er 5,3-5,5 milljarðar en fyrri spá félagsins var á bilinu 5,2-5,5 milljarðar.

„Rekstur Ölgerðarinnar gekk vel á tímabilinu og það er afar ánægjulegt að sjá áframhaldandi vöxt í sölu virknidrykkja, sykurlausra drykkja og drykkja í minni skammtastærðum. Sala í helstu vöruflokkum eykst enn og ljóst að neytendur kunna vel að meta vörur fyrirtækisins, þá nýsköpun sem Ölgerðin stendur fyrir og að sama skapi vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

„Fram undan eru mörg og spennandi tækifæri, m.a. með Collab, en ekki síður Iceland Spring, þar sem fyrirhugað er að auka afkastagetu á næstu árum.“

Stofna félag utan um útflutning Collab

Ölgerðin vinnur áfram að undirbúningi á útflutningi á Collab drykknum. Félagið segir að tilraunasala í Noregi hafi gengið vel góðar og erlendir söluaðilar virðist trú á vörunni.

„Ljóst er hins vegar samkvæmt reynslu að það tekur tíma og þolinmæði að koma nýrri vöru á markað og því er horft til langtímasjónarmiða á þessum vettvangi.“

Ölgerðin hefur stofnað sérstakt dótturfélag, Collab ehf., verið stofnað um útflutning vörunnar, en það félag kaupir vöruna fullunna af Ölgerðinni til endursölu á erlendum mörkuðum.

Fram kemur að á næsta fjárhagsári sé reiknað með því að fjárfesting í markaðssetningu á nýjum mörkuðum erlendis verði ekki undir 200 milljónum króna. Sá kostnaður verði endurmetinn eftir því hvernig tekst til í markaðssetningu.