Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega 4,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið birti uppgjör fyrir fyrri árshelming í dag.

Munurinn á afkomu OR milli ára skýrist hvað helst af því að gagnvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum voru jákvæðar um 566 milljónir á fyrri helmingi ársins en voru neikvæðar um 2.640 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega 4,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið birti uppgjör fyrir fyrri árshelming í dag.

Munurinn á afkomu OR milli ára skýrist hvað helst af því að gagnvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum voru jákvæðar um 566 milljónir á fyrri helmingi ársins en voru neikvæðar um 2.640 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Tekjur Orkuveitunnar á fyrri árshelmingi jukust um 9,3% milli ára og námu 32,8 milljörðum. á voru talsvert meiri á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili 2023. Rekstrarhagnaður Orkuveitunnar fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 9,8% og nam 19,6 milljörðum.

„Orkuveitan er aflvaki nauðsynlegra umskipta. Við erum í miðju kafi í fjölbreyttum loftslagsverkefnum. Þar á meðal er aukin orkuöflun til að sinna núverandi eftirspurn og til framtíðar og kolefnisbindingu hér á landi og í útlöndum. Þetta kallar á verulega fjárfestingar í tækjum og öðrum búnaði en líka í þekkingu fólks,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.

Fjárfesting Orkuveitunnar í varanlegum rekstrarfjármunum voru 13,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Veltufé félagsins frá rekstri nam 14,6 milljörðum á sama tímabili.

Samþykktu allt að 6 milljarða arðgreiðslu

Í árshlutareikningi OR kemur fram að stjórn félagsins hafi samþykkt arðgreiðsla vegna síðasta rekstrarárs upp á allt að 6 milljarða króna á framhaldsaðalfundi 28. júní. Til samanburðar þá hagnaðist félagið um 6,4 milljarða í fyrra.

Í júlí voru greiddir 4 milljarðar króna og einn milljarður verður greiddur eftir níu mánaða uppgjör félagsins. Greiðsla á einum milljarði króna verður gerð í desember að því gefnu að niðurstaða ársins stefni í að verða í takt við áætlanir.