Hagnaður Ormsson nam 121 milljón króna í fyrra, samanborið við 197 milljóna hagnað árið 2022. Rekstrartekjur jukust um 450 milljónir milli ára og námu 4,6 milljörðum.
Hagnaður Ormsson nam 121 milljón króna í fyrra, samanborið við 197 milljóna hagnað árið 2022. Rekstrartekjur jukust um 450 milljónir milli ára og námu 4,6 milljörðum.
Í skýrslu stjórnar segir að rekstrarumhverfi félagsins hafi breyst töluvert á árinu en háir vextir og samdráttur á byggingamarkaði hafi haft áhrif. Brugðist hafi verið við með því að draga úr birgðum.
Kjartan Sigurðsson er framkvæmdastjóri Ormsson og einn þriggja eigenda móðurfélagsins TT3 hf. Samkvæmt samstæðureikningi nam tap TT3 91 milljón króna í fyrra, samanborið við 67 milljóna hagnað árið 2022.