Tekjur ítalska lúxusfyrirtækisins Prada námu 2,55 milljörðum evra á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sem er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í ársuppgjöri Prada sem greint er frá krefjandi erfiðum markaðaðstæðum í Kína.
Sala fyrirtækisins jókst þá um 18% milli ára í öllum heimsálfum fyrir utan Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.
Hagnaður Prada jókst úr 491 milljón evra í 575 milljónir evra.
Salan var mest í Japan en þar jókst hún um 55% vegna meiri eftirspurnar og öflugri ferðaþjónustu.
Prada segist ánægt með uppgjörið þrátt fyrir að markaðsumhverfið fyrir lúxusvörur sé hlaðið óvissu. Andrea Guerra, framkvæmdastjóri Prada, segir að fyrirtækið muni halda áfram að miða á traustan og sjálfbæran markaðsvöxt þrátt fyrir áskoranir.