Samanlagður hagnaður ríkisfyrirtækja nam 94,7 milljörðum króna á árinu 2023, sem er 22 milljarða króna meiri hagnaður en árið á undan eða sem samsvarar aukningu upp á 30,5%.

Arðsemi eigin fjár var 8,5%, samanborið við 6,6% árið 2022, að því er kemur fram í ársskýrslu ríkisfyrirtækja sem birt var í hádeginu.

Fram kemur að hagnaðaraukning Landsbankans í fyrra skýri stærstan hluta af auknum hagnaði ríkisfyrirtæki. Hagnaður Landbankans jókst um 16 milljarða króna milli áranna 2022 og 2023 um 95% og nam 33 milljörðum króna í fyrra.

Heildartekjur ríkisfyrirtækja námu 403 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu um ríflega 50 milljarða milli ára.

Arðgreiðslur til ríkissjóðs frá ríkisfyrirtækjum námu 47,2 milljörðum króna sem er aukning upp á 0,7 milljarða frá fyrra ári.