Hagnaður Skaga sam­stæðunnar eftir skatta nam 273 milljónum króna á fyrri helmingi árs sem er lækkun úr 1.072 milljónum á sama tíma­bili í fyrra.

Mun það vera rúm­lega 74% sam­dráttur á milli ára en í árs­hluta­upp­gjöri segir að krefjandi markað­s­um­hverfi liti af­komu sam­stæðunnar.

Að mati sam­stæðunnar er á­vöxtun fjár­eigna við­unandi en lægri á­vöxtun af hluta­bréfum skýrir helst lægri fjár­festingar­tekjur milli ára og hefur á­hrif á hagnað sam­stæðunnar.

Tekju­vöxtur í tryggingar­starf­seminni heldur þó á­fram með um 10,4% milli ára sam­hliða lækkandi kostnaðar­hlut­falli.

Af­koma af vá­trygginga­samningum nam 453 milljónum króna en var í 470 milljón króna tapi í fyrra sem er um 196% betri af­koma milli ára.

Hagnaður Skaga sam­stæðunnar eftir skatta nam 273 milljónum króna á fyrri helmingi árs sem er lækkun úr 1.072 milljónum á sama tíma­bili í fyrra.

Mun það vera rúm­lega 74% sam­dráttur á milli ára en í árs­hluta­upp­gjöri segir að krefjandi markað­s­um­hverfi liti af­komu sam­stæðunnar.

Að mati sam­stæðunnar er á­vöxtun fjár­eigna við­unandi en lægri á­vöxtun af hluta­bréfum skýrir helst lægri fjár­festingar­tekjur milli ára og hefur á­hrif á hagnað sam­stæðunnar.

Tekju­vöxtur í tryggingar­starf­seminni heldur þó á­fram með um 10,4% milli ára sam­hliða lækkandi kostnaðar­hlut­falli.

Af­koma af vá­trygginga­samningum nam 453 milljónum króna en var í 470 milljón króna tapi í fyrra sem er um 196% betri af­koma milli ára.

Sam­setta hlut­fallið, sem sýnir hvernig rekstur vá­trygginga­hluta trygginga­fé­laga gengur, nam 96,8% á fyrri helmingi árs en var 103,7% í fyrra.

Ef hlut­fallið er 100% duga ið­gjöld til­tekins tíma­bils fyrir öllum gjöldum sama tíma­bils en ef hlut­fallið er yfir 100% standa ið­gjöld ekki undir kostnaði og tap er af vá­trygginga­rekstrinum. Eðli málsins sam­kvæmt setja trygginga­fé­lög sér því mark­mið um að hlut­fallið sé undir 100%, því þá er af­gangur af vá­trygginga­rekstrinum.

„Mikill rekstrar­bati hefur átt sér stað í trygginga­starf­seminni. Þessi kraft­mikli við­snúningur í átt að arð­bærum grunn­rekstri, sem mark­visst hefur verið stefnt að, er nú að raun­gerast. Ið­gjalda­vöxtur nemur rúmum 10,4% milli ára. Þetta eru fleiri nýir við­skipta­vinir á­samt aukinni sölu trygginga til nú­verandi við­skipta­vina. Tekju­vöxtur í líf- og sjúk­dóma­tryggingum nemur um 15,5% milli ára. Af­koma af vá­trygginga­samningum var já­kvæð um 453 milljónir en á sama tíma í fyrra var af­koman nei­kvæð um 470 milljónir. Þessi ríf­lega 900 milljóna króna við­snúningur milli ára er af­rakstur breyttra á­herslna þar sem sölu­fyrir­komu­lagi fé­lagsins var um­bylt og fjár­fest í nýjum staf­rænum sölu­rásum. Aukin á­hersla hefur verið sett á þjónustu á lands­byggðinni og opnuðum við ný­lega nýja þjónustu­skrif­stofu á Reykja­nesi, sem hefur verið afar vel tekið,” segir Haraldur Þórðar­son, for­stjóri Skaga­sam­stæðunnar, í upp­gjöri.

Að hans mati gekk rekstur sam­stæðunnar á fyrri helmingi ársins að mörgu leyti vel, sér­stak­lega í trygginga­starf­seminni.

Haraldur segir að fjár­mála­starf­semin hafi farið vel af stað í upp­hafi árs en krefjandi markaðs­að­stæður höfðu nei­kvæð á­hrif á öðrum árs­fjórðungi og litaði það af­komu í fjár­mála- og fjár­festingar­starf­semi okkar á tíma­bilinu.

Hreinar tekjur Skaga af fjár­festingum námu 519 milljónum á fyrri helmingi árs en voru tæpir 1,6 milljarðar á fyrri helmingi árs 2023.

Af­koma af fjár­mála­starf­semi var nei­kvæð um 119 milljónir fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjár­festingar­tekjur námu 1,3 milljörðum, sem sam­svarar um 3% nafn­á­vöxtun en fjár­festingar­tekjurnar voru um 2,5 milljarðar á sama tíma­bili í fyrra.

„Á­vöxtun eigna­safns heldur á­fram að vera um­fram við­mið. Skulda­bréf skiluðu 1.242 milljónum á tíma­bilinu eða rúm­lega 4,1% á­vöxtun. Hluta­bréf í heild lækkuðu um 27 milljónir á tíma­bilinu. Gengi Controlant var lækkað á öðrum árs­fjórðungi úr 105 krónum í 80 krónur á hlut eða um 24% sem fól í sér 208 milljóna lækkun á virði hlutarins. Ó­skráð hluta­bréf hækkuðu annars um 120 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins, sem má að mestu rekja til hækkana á virði fram­taks­sjóða,“ segir Haraldur.

„Lægri á­vöxtun af hluta­bréfum skýrir þó lægri fjár­festingar­tekjur milli ára og hefur það á­hrif á hagnað sam­stæðunnar. Við höldum á­fram að undir­búa komu Ís­lenskra verð­bréfa hf. í sam­stæðu Skaga, sem mun styðja enn frekar við vöxt tekna og auka eignir í stýringu. Hagnaður eftir skatta nam 273 milljónum fyrir tíma­bilið. Við höldum ó­trauð á­fram að vinna að rekstrar­mark­miðum Skaga – og horfur ársins eru ó­breyttar,“ segir Haraldur.

Haraldur segir jafn­framt að fjár­mála­starf­semin, sem saman­stendur af rekstri Fossa og SIV, hafi farið vel af stað en af­koman hafi þó verið nei­kvæð um 119 milljónir fyrir skatta.

„Mikil­vægir á­fangar náðust á tíma­bilinu því hlut­deild bankans á skulda­bréfa­markaði hélt á­fram að aukast, vaxta­munur bankans varð stöðugri og lána­bók bankans hélt á­fram að stækka í takt við væntingar. Frá ára­mótum hefur efna­hagur bankans, sem saman­stendur af verð­bréfa­fjár­mögnun og öðrum út­lánum, vaxið um 25%. Bankinn gaf ný­lega út sitt fyrsta skráða skulda­bréf fyrir 1,5 milljarð, til 18 mánaða, með 150 punkta á­lagi á eins mánaðar REI­BOR. Þetta er mikil­vægt skref fyrir Fossa fjár­festingar­banka vegna þess að út­gáfan lengir í fjár­mögnun bankans á sam­keppnis­hæfum kjörum og styður jafn­framt við á­fram­haldandi vöxt bankans.

Horfur Skaga fyrir rekstrar­árið eru ó­breyttar frá upp­hafi árs. Enn er horft til þess að sam­sett hlut­fall verði á bilinu 94% – 97% og að hreinar fjár­mála­tekjur nemi á bilinu 1.900 – 2.600 milljónum. Á­ætluð á­vöxtun fjár­festingar­eigna á árinu er 11% en segir í upp­gjörinu að það sé byggt á for­sendum miðað við vaxta­stig í upp­hafi árs og fjár­festingar­stefnu.