Verkís verkfræðistofa hagnaðist um tæplega 404 milljónir króna árið 2024, samanborið við 657 milljónir króna árið 2023.
Stjórn Verkís leggur til að 290 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2025, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 9,6 milljörðum króna og jukust um 6,5% milli ára.
Rekstrargjöld jukust um 11% frá fyrra og ári og námu 9 milljörðum. Þar af voru laun og annar starfsmannakostnaður rúmir um 6,3 milljarðar króna. Ársverk hjá samstæðunni voru 355 í fyrra samanborið við 351 á árinu 2022.
Eignir Verkís voru bókfærðar á 2,8 milljarða í árslok 2024 og eigið fé var um 1,3 milljarðar króna. Verkís er í eigu starfsfólks og voru hluthafar 93 í lok síðasta árs.
Lykiltölur / Verkís hf.
2023 |
9.039 |
819 |
657 |
3.095 |
1.458 |
351 |
Verkís starfar fyrst og fremst á Íslandi með aðalstöðvar í Reykjavík og ellefu starfsstöðvar á landsbyggðinni. Auk þess er félagið með starfsstöðvar á nokkrum stöðum erlendis, þar með talið útibú í Noregi. Verkís hefur tekið að sér verkefni erlendis á ýmsum sviðum og vinnur áfram að því að styrkja stöðu sína á markaði í nokkrum löndum.
Á Íslandi á Verkís dótturfélagið Raförninn ehf. ásamt lykilstarfsfólki þess félags auk smærri félaga. Erlendis á Verkís dótturfélag á Grænlandi og OPV Consulting AS í Noregi auk félaga í Póllandi, Kenía og Georgíu.