Hagnaður Iceland Sea­food International hf. (ISI) eftir skatta á fyrsta árs­fjórðungi nam 145 milljónum króna og hefur hann tífaldast frá sama tíma­bili árið áður, þegar hagnaðurinn var einungis 15 milljónir króna.

Hagnaður fyrir skatta af reglu­legri starf­semi nam alls 333 milljónum króna, sem er 58 milljóna króna aukning frá fyrsta árs­fjórðungi 2024.

Rekstrar­tekjur námu alls 17,3 milljörðum króna, sem er 4,8 pró­senta aukning á milli ára, og rekstrar­hagnaður fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði (EBITDA) nam 781 milljón króna saman­borið við 463 milljónir króna á sama tíma­bili í fyrra.

Fram­legð félagsins á fyrsta fjórðungi nam 1,8 milljörðum króna og hækkaði úr 1,5 milljörðum króna frá fyrra ári. Eigin­fjár­hlut­fall félagsins í lok marsmánaðar mældist 29,9 pró­sent og hefur það hækkað úr 26,8 pró­sentum á einu ári.

Hagnaður á hvern hlut nam fimm krónum á tíma­bilinu saman­borið við 0,4 krónur fyrir fyrsta árs­fjórðung 2024.

Hluta­bréf félagsins hafa hækkað um 2% í 203 milljón króna við­skiptum í morgun og stendur gengið í 5,25 krónum á hlut.

Heildar­eignir félagsins í lok fjórðungs námu 37 milljörðum króna og höfðu vaxið um 333 milljónir króna frá áramótum.

Rekstur félagsins í Suður-Evrópu gekk vel þrátt fyrir neikvæð áhrif af gengis­sveiflum í Argentínu sem leiddu til 87 milljóna króna gjald­miðil­staps, en reglu­legur hagnaður á svæðinu fyrir skatta nam engu að síður 333 milljónum króna og jókst um 29 milljónir króna frá sama tíma í fyrra.

Sala hjá dóttur­félaginu Ahuma­dos Domíngu­ez dróst saman um sjö pró­sent en tap félagsins fyrir skatta lækkaði veru­lega og nam sjö milljónum króna saman­borið við 101 milljón króna árið áður. Þetta er besti fyrsti árs­fjórðungur félagsins frá því að Iceland Sea­food eignaðist það.

Í Norður-Evrópu voru rekstrar­tekjur 2,1 milljarður króna og jukust þær um 11 pró­sent milli ára. Félagið á Ír­landi skilaði ellefu milljóna króna hagnaði af reglu­legri starf­semi saman­borið við tap á fyrra ári, en tap af starf­semi dóttur­félagsins Iceland Sea­food Barraclough nam 18,5 milljónum króna og heildar­tap svæðisins var 7,5 milljónir króna, sem er sam­bæri­legt við fyrra ár.

Sölu- og dreifingar­hluti starf­seminnar skilaði rekstrar­tekjum upp á 7,4 milljarða króna sem er 4,7 pró­senta aukning frá sama fjórðungi í fyrra.

Góð sala og hátt verð á þorski voru þar lykilþættir í sterkri af­komu en sér­stak­lega hefur fram­boð á þorski verið tak­markað og verðið því í hæstu hæðum. Á hinn bóginn hefur verð á laxi verið stöðugt og undir væntingum, en fram­boð hefur verið nægjan­legt og lítill verðhækkunarþrýstingur á markaði.

Félagið heldur óbreyttri af­komu­spá fyrir árið 2025 og áætlar hagnað fyrir skatta af reglu­legri starf­semi á bilinu 1,1 til 1,4 milljarðar króna eða sem sam­svarar 7,5 til 9,5 milljónum evra.

Gert er ráð fyrir áfram­haldandi háu þorsk­verði út árið og stöðugu verði á laxi.

Stjórn­endur ISI telja efna­hags­um­hverfið nú vera í meira jafn­vægi en áður og að vaxtalækkanir síðustu missera hafi létt á rekstri víða innan sam­stæðunnar.