Almannatengslafyrirtækið Kom hagnaðist um 13 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur námu 123 milljónum í fyrra. Bæði hagnaður og rekstrartekjur dragast saman milli ára.

Þannig var 18 milljón króna hagnaður árið 2020 og námu rekstrartekjur tæplega 140 milljónum það árið.

Eignir Kom nema um 50 milljónum króna miðað við lok síðasta rekstrarárs. Framkvæmdastjóri Kom er Friðjón R. Friðjónsson og er hann aðaleigenda félagsins.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 7. desember.