Rent Nordic ehf., rekstrarfélag bílaleigunnar Rent.is, hagnaðist um 737 milljónir króna á síðasta ári en árið áður var hagnaður 20 milljónum hærri. Síðustu tvö ár hefur félagið því alls hagnast um tæplega einn og hálfan milljarð króna.
Rekstrartekjur námu tæplega 2,3 milljörðum í fyrra og jukust um 219 milljónir frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður nam 981 milljón í fyrra, samanborið við tæplega 1,1 milljarð árið áður.
Eignir félagsins voru bókfærðar á tæplega þrjá milljarða í lok síðasta árs, skuldir námu tæplega 1,6 milljörðum og eigið fé nam rúmlega 1,4 milljörðum.
Stjórn félagsins leggur til að hálfur milljarður verði greiddir út í arð til hluthafa á þessu ári en reksturinn hefur gengið vonum framar að mati stjórnar.
Theódór Kelpien Pálsson, Guðmundur Hlynur Gylfason og Ásgeir Arnar Ásmundsson eiga hver um sig þriðjungshlut í bílaleigunni sem leigir út bíla með gistirými, svokallaða „campera“.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.