Breski bankinn HSBC hagnaðist um 17,5 milljarða dala fyrir skatta á síðasta ári, eða sem nemur rúmlega 2.500 milljörðum króna. Þar af hagnaðist bankinn um 5,2 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi.

Í tilkynningu sagði stjórn bankans að niðurstöður uppgjörs fjórða ársfjórðungs endurspegli sterkan tekjuvöxt og minni rekstrarkostnað en áður var búist við.

Tekjur HSBC námu 52 milljörðum dala á árinu og jukust um rúmlega tvo milljarða dala.