Rea ehf., móðurfélag Airport Associates og Suðurflugs ehf., hagnaðist um 881 milljón króna í fyrra, samanborið við 733 milljónir árið áður.

Tekjur námu 6,9 milljörðum og jukust um 12% milli ára. Virði eigna félagsins tvöfaldaðist milli ára og nam 7,5 milljörðum króna í árslok 2024 samanborið við 3,7 milljarða árið áður.

Fasteign félagsins að Fálkavelli 7 var endurmetin í árslok þar sem markaðsverð fasteignarinnar er metið á 4,3 milljarða samanborið við bókfært verð upp á 1,1 milljarð. Framtakssjóðurinn Horn IV, í rekstri Landsbréfa, á 45% hlut í Rea.

Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður Play, og Guðbjörg Astrid Skúladóttir eiga rúmlega 26% hlut hvor. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Rea, á 2,75% hlut.

Rea

2024 2023
Rekstrartekjur 6.902 6.151
Eignir 7.528 3.717
Eigið fé 4.008 936
Hagnaður 881 733
Lykiltölur í milljónum króna.