Vísisjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures, hagnaðist um rúmlega 2,5 milljarða króna í fyrra og 6 milljarða árið 2021.

Sjóðurinn er m.a. stærsti hluthafi Controlant með 8,6% hlut og á 11,6% í Sidecick Health. Þá á sjóðurinn hluti í Meniga, Tulipop, Kaptio og Data Dwell. Í lok árs 2022 námu eignarhlutir sjóðsins í félögum samtals 14,4 milljörðum króna.

Svana Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Frumtaks. Sjóðurinn er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.

Frumtak 2 slhf.

2022 2021
Hagnaður 2.548 6.048
Gangvirðisbreytingar fjáreigna 2.511 6.038
Fjáreignir á gangvirði 14.401 11.411
Eignir 14.941 12.222
Lykiltölur í milljónum króna.