Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur hagnaðist um tæpa 2,6 milljarða króna á síðasta ári. Það er töluverð aukning frá árinu 2020 þegar hagnaðurinn nam 550 milljónum króna, að því er kemur fram í ársreikningi.

Þar munaði mestu um gangvirðisbreytingar hlutabréfa og framvirka samninga sem námu tæpum 2,2 milljörðum á árinu. Þá hagnaðist félagið um 500 milljónir á sölu hlutabréfa.

Bóksal er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Sindranda ehf., félags í eigu þeirra hjóna, og var stofnað í júní 2020. Við stofnun Bóksals ákváðu þau Bogi og Linda að flytja bréf Sindranda ehf í Kviku banka yfir í Bóksal.

Eignarhlutir Bóksals í öðrum félögum námu 7.872 milljónum króna að markaðsvirði í árslok 2021. Eignir Bóksals voru þá samtals 8,5 milljarðar króna í lok árs 2021.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði