Ráðgjafa- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hagnaðist um 1.032 milljónir króna á reikningsárinu sem lauk 31. maí 2024, sem er aukning um 37% frá fyrra reikningsári þegar hagnaður nam 752 milljónum.

Rekstrartekjur samstæðunnar jukust þá um ríflega 20% milli ára, námu 7 milljörðum á síðasta reikningsári samanborið við 5,9 milljarða árið áður. Tekjur af endurskoðun jukust um 22% og námu 5 milljörðum en tekjur af ráðgjöf jukust um 17% og námu 2,1 milljarði.

Kaup Deloitte á Ernst & Young gengu í gegn í desember 2023 en kaupverðið kemur ekki fram í ársreikningi. Í skýrslu segir þó að viðskiptavild félagsins hafi aukist um nærri 350 milljónir við kaupin.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.