Á árinu 2023 urðu breytingar á eignarhaldi Sóma en vorið 2023 keyptu Sigurður Ólafsson og Arnþór Pálsson eignarhlut Alfreðs Frosta Hjaltalín, sem hafði verið framkvæmdastjóri um árabil.
Á árinu 2023 urðu breytingar á eignarhaldi Sóma en vorið 2023 keyptu Sigurður Ólafsson og Arnþór Pálsson eignarhlut Alfreðs Frosta Hjaltalín, sem hafði verið framkvæmdastjóri um árabil.
Breytingar á eignarhaldi voru síðast árið 2017 þegar Sigurður kom inn í eigendahópinn og þar áður árið 2003 þegar Bjarni Sveinsson, stofnandi Sóma, seldi 70% eignarhlut sinn til Arnþórs og Alfreðs. Höfðu Arnþór og Alfreð þá verið meðeigendur Bjarna frá árinu 1993.
Sigurður hefur nú formlega tekið við sem framkvæmdastjóri en hann segist hafa verið starfandi framkvæmdastjóri í nokkurn tíma og titlaður sem slíkur innan fyrirtækisins. Að sögn Sigurðar eru engar frekari breytingar fyrirhugaðar innan fyrirtækisins.
„Við bara rekum þetta áfram í sama horfinu og áður, það gengur mjög vel og það sem gengur vel þarf ekki að laga. Þetta er stöðugur rekstur og hefur verið í gegnum árin, þó svo að það séu alltaf einhverjar smá sveiflur með ferðamanninum og þess háttar,“ segir Sigurður. Hann bætir við að starfsfólk eigi miklar þakkir skilið.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.