Hreinlætisvörusalan Tandur hagnaðist um 277 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 63 milljónir frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021. Hagnaðurinn var þá tæplega 110 milljónum meiri en árið 2019.

Eftirspurn eftir vörum og þjónustu Tandurs jókst gríðarlega í heimsfaraldrinum, sem má sjá á aukinni veltu félagsins milli ára. Veltan nam 2,5 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 700 milljónir milli ára. Hluti af veltuaukningunni má rekja til yfirtöku Tandurs á Ræstivörum ehf., að því er kemur fram í ársreikningi.

Rekstrargjöld Tandurs jukust einnig um 620 milljónir milli ára og námu 2,1 milljörðum. Þar af námu laun og launatengd gjöld félagsins 524 milljónum.

Eignir félagsins námu 926 milljónum króna í lok árs 2021 og eigið fé 509 milljónum. Þá var eiginfjárhlutfallið 55%.

Tandur er að fullu í eigu Sjávargrundar ehf., en Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar forstjóra Iceland Seafood International, á 92% hlut í Sjávargrund. Eftirstandandi 8% hlutur er í annars vegar í eigu Spectrin ehf., félags í eigu Richards Kristinssonar Dulaney og hins vegar SVAGA ehf., félags í eigu Arnars Garðarssonar.

Stjórn félagsins leggur til að hagnaður ársins verði færður til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé og að greiddur verði arður að fjárhæð 230 milljónir króna til hluthafa á árinu 2022.

Hreinlætisvörusalan Tandur hagnaðist um 277 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 63 milljónir frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021. Hagnaðurinn var þá tæplega 110 milljónum meiri en árið 2019.

Eftirspurn eftir vörum og þjónustu Tandurs jókst gríðarlega í heimsfaraldrinum, sem má sjá á aukinni veltu félagsins milli ára. Veltan nam 2,5 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 700 milljónir milli ára. Hluti af veltuaukningunni má rekja til yfirtöku Tandurs á Ræstivörum ehf., að því er kemur fram í ársreikningi.

Rekstrargjöld Tandurs jukust einnig um 620 milljónir milli ára og námu 2,1 milljörðum. Þar af námu laun og launatengd gjöld félagsins 524 milljónum.

Eignir félagsins námu 926 milljónum króna í lok árs 2021 og eigið fé 509 milljónum. Þá var eiginfjárhlutfallið 55%.

Tandur er að fullu í eigu Sjávargrundar ehf., en Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar forstjóra Iceland Seafood International, á 92% hlut í Sjávargrund. Eftirstandandi 8% hlutur er í annars vegar í eigu Spectrin ehf., félags í eigu Richards Kristinssonar Dulaney og hins vegar SVAGA ehf., félags í eigu Arnars Garðarssonar.

Stjórn félagsins leggur til að hagnaður ársins verði færður til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé og að greiddur verði arður að fjárhæð 230 milljónir króna til hluthafa á árinu 2022.