Hagkerfi Bandaríkjanna stækkaði um 2,8% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum árstíðaleiðréttum tölum um landsframleiðslu. Til samanburðar þá mældist hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi 1,4%.

Hagvöxturinn var talsvert yfir væntingum hagfræðinga sem gerðu ráð fyrir að hann yrði nær 2,0-2,1%, að því er segir í fréttum Financial Times og Wall Street Journal.

Einkaneysla á föstu verðlagi jókst um 2,3% á ársgrundvelli á öðrum fjórðungi samanborið við 1,5% á fyrsta fjórðungi.

Hagkerfi Bandaríkjanna stækkaði um 2,8% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum árstíðaleiðréttum tölum um landsframleiðslu. Til samanburðar þá mældist hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi 1,4%.

Hagvöxturinn var talsvert yfir væntingum hagfræðinga sem gerðu ráð fyrir að hann yrði nær 2,0-2,1%, að því er segir í fréttum Financial Times og Wall Street Journal.

Einkaneysla á föstu verðlagi jókst um 2,3% á ársgrundvelli á öðrum fjórðungi samanborið við 1,5% á fyrsta fjórðungi.

Í umfjöllun FT segir að ávöxtunarkrafa á tveggja ára bandarískum ríkisskuldabréfum, sem hreyfist í takt við spár um þróun vaxta, hafi hækkað lítillega eftir birtingu hagtalnanna. Það gefi til kynna að markaðsaðilar telji minni líkur á vaxtalækkunum bandaríska seðlabankans en áður.

Engu að síður gefur verðlagning á skuldabréfamarkaði til kynna að markaðurinn á von á tveimur til þremur vaxtalækkunum fram að desember. Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna eru í dag 5,25-5,5% og hafa ekki verið hærri í 23 ár.

Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið umfram spár þá telja margir að kólnandi vinnumarkaður kalli á lækkun stýrivaxta á næstunni.