Hákon Stefáns­son, stjórnar­for­maður Sýnar, keypti í gær hluta­bréf í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyrir­tækinu fyrir 11,3 milljónir króna í gegnum fé­lagið sitt Íslex ehf., sam­kvæmt til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Hann keypti 300 þúsund hluti í Sýn á genginu 37,8 krónur á hlut.

Þetta eru fjórðu kaup Hákonar í Sýn frá því í mars 2023 en hann stækkaði síðast hlut sinn í fé­laginu fyrir tæp­lega 100 milljónir króna í nóvember síðast­liðnum.

Hákon var kjörinn í stjórn Sýnar á hlut­hafa­fundi í októ­ber 2022 en hann er fram­kvæmda­stjóri og með­eig­andi Info­Capi­tal, fjár­festingar­fé­lags í meiri­hluta­eigu Reynis Grétars­sonar.

Info­Capi­tal er stærsti hlut­hafi Gavia, sem er stærsti hlut­hafi Sýnar en í Kaup­hallar­til­kynningu segir Hákon eigi í gegnum þessi tvö fé­lög 53.147.128 hluti.

Íslex, Info­Capi­tal og Gavia Invest ráða sam­tals yfir um 57 milljónum hluta, eða um 23% eignar­hlut í Sýn.

Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur lækkað um tæp­lega 21% síðast­liðinn mánuð eftir að fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun í lok apríl.

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyrir­tækið birti skömmu síðar árs­hluta­upp­gjör sem sýndi tap á fyrsta fjórðungi.